Um Margréti Örnu

Margét Arna útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Laugarvatni árið 2002. Snemma á lífsævinni fékk hún mikinn áhuga á almennri öfgalausri líkamsrækt og frá árinu 1999 hefur hún starfað sem hóptímakennari og einkaþjálfari. Auk þess hefur hún kennt börnum á leikskóla og í grunnskóla íþróttir og jóga og starfað sem umsjónarkennari. Árin 2013-2016 rak hún jógastöðina B yoga í Reykjavík þar sem hún kenndi ýmis konar jóga og var með heilun. Frá 2017 hefur Margrét Arna einbeitt sér meira að meðferðum og vinnu með einstaklinga.

 

Auk þess að vera íþróttafræðingur er Margrét Arna með jógakennararéttindi frá Open Sky jóga (Ieyngar jóga), aerial jóga, kundalini jóga og rope jóga.  Hún er einnig Bowen meðferðaraðili og Sat Nam Rasayan heilari. Margrét Arna er að læra P-DTR meðferð. Ástríða hennar felst fyrst og fremst í því að hjálpa öðrum að finna sína eigin verðleika og gleði í lífinu og að hver einstaklingur geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér.

Margrét Arna hefur mikla ánægju af því að hreyfa sig og stundar margvíslega hreyfingu. Hjólreiðar eru þar fremstar í flokki en einnig stundar hún hreyfiþjálfun, jóga, syndir, lyftir, hleypur og ýmislegt annað sem fer eftir því hvað hentar hverju sinni. Margrét Arna hugleiðir daglega enda er andlegi parturinn stór hluti af heilbrigði á líkama og sál. Síðan Margrét Arna hóf störf sem einkaþjálfari fyrir 20 árum síðan hefur hún sankað að sér margvíslegri menntun og reynslu á eigin skinni og í vinnu með aðra. í vinnu minni legg ég mikla áherslu á að likami og sál séu í jafnvægi. Ég blanda saman öllu sem ég hef lært og legg áherslu á bætta líkamsstöðu, meiri liðleika,  aukna hreyfigetu og minni verki. Markmið okkar geta verið margvísleg en ég tel þó að flestir séu að leitast eftir því að líða vel í líkama sínum og vera sáttir í eigin skinni 

​Það sem ég get meðal annars hjálpað þér með í heilsuþjálfun og meðferð: 

 • Þunglyndi

 • Kvíði og árátta

 • Mígreni og höfuðverkir

 • Vöðvabólga og bakverkir

 • Sjálfsmat og sjálfstraust

 • Mataræði

 • Meltingarvandamál

 • Áfallastreita

 • Streitustjórnun

 • Orkuleysi

 • Svenfvandamál og heilsuleysi

 • Verkjalosun/verkjastjórnun

 • Stoðkerfisvandamál; hné, mjaðmir, axlir

 • Líkamsstaða og líkamsbeiting

 • Einbeitingarskortur

 • Aukinn árangur í íþróttum

 • Markmiðasetning

 • Aukinn liðleiki og styrkur

 • Hugleiðsla og andleg hugarþjálfun

 • Og fleira
   

2957.jpg