Sat Nam Rasayan
heilun

Sat Nam Rasayan er aldagömul hugleiðslutækni og heilunarlist kundalini jóga. Hún hjálpar við að losa um takmarkanir líkama, huga og tilfinninga. Sjálfsheilandi kraftur líkamans virkjast og við getum mætt lífinu af meira jafnvægi og með skýrari huga.

 

Bein þýðing er “djúp slökun í sönnu sjálfi” og í Sat Nam Rasayan heilunartíma fer meðferðaraðili í djúpt núvitundarástand sem er nefnt Shuniya og sá sem þiggur heilun finnur fyrir jafnvægi og kyrrlátu hugarástandi líkt og því sem er að finna í jóga og hugleiðslu. Sat Nam Rasayan heilun losar um spennu úr líkama, huga og sál og líkaminn endurheimtir eðlislægt jafnvægi.

 

Meðferðin fer fram á nuddbekk og er hver tími 50 mínútur. Meðferðarþegi liggur á bekk í slökun og er meðferðin nánast án snertingar. Það sem Sat Nam Rasayan heilun getur meðal annars gert er að jafna líkamlega óreglu, bólgur og sýkingar, létta á almennum sársauka og losa um gigt. Komið jafnvægi á andleg vandamál, t.d. ótta, reiði og þunglyndi og getur hjálpað þér að bregðast við tilfinningum og hugsunum án þess að láta þær stjórna þér.

Sá sem þiggur Sat Nam Rasayan heilun upplifir djúpa slökun, jafnvægi og næringu sem er engu lík. Lærðu heilbrigð samskipti, að mæta fólki án fordóma og dvelja í núinu með sjálfum þér og umhverfi þínu.