1.

Heilsu
þjálfun

Viltu styrkja þig, öðlast meiri liðleika, minnka verki, auka hreyfigetu líkamans, meiri árangur í þinni íþrótt, auka einbeitingu, auka úthald eða viltu almennt eiga heilbrigðara líf. Viltu líða vel í líkama þínum og finna sátt í eigini skinni. 

Heilsuþjálfun er fjölbreytt þjálfun sem er sniðin af þörfum og markmiðum hvers og eins. Lögð er áhersla á líkamsstöðu og líkamsbeytingu við æfingar og í daglegu lífi. Þjálfunin samanstendur af styrkjandi og liðkandi æfingum ásamt P-DTR og Bowen meðferðum. Aðaláherslan er að stuðla að auknu heilbrigði með betri hreyfigetu og minni verkjum sem gefur þér bætt lífsgæði og meiri hamingju. 

Ef þú vilt þjálfun þar sem gæði og fagmennska eru í fyrirrúmi þá er heilsuþjálfun fyrir þig. Margrét Arna hefur yfir 20 ára reynslu af kennslu og þjálfun og hefur sankað að sér hafsjó af þekkingu. Auk þess að vera íþróttafræðingur er hún með jógakennararéttindi frá Open Sky jóga (Ieyngar jóga), aerial jóga, kundalini jóga og rope jóga.  Hún er einnig Bowen meðferðaraðili og Sat Nam Rasayan heilari. Margrét Arna er að læra P-DTR meðferð. Ástríða hennar felst fyrst og fremst í því að hjálpa öðrum að finna sína eigin verðleika og gleði í lífinu og að hver einstaklingur geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér. 

Heilsuþjálfun er í aðstöðu Hjólaþjálfunar á Bílshöfða 9 og er hver tími 60 mínútur. Þú getur komið sem einstaklingur eða í hóp þar sem geta þó mest verið 4 saman. Þjálfunin er alla jafna einstaklingsmiðuð og unnið út frá áherslum og markmiðum hvers og eins og því eru kannski ekki allir í sama hóp að gera það sama. Nú er rétti tíminn til að koma þér í þitt besta líkamlega ástand. Aldur og fyrri reynsla skiptir engu máli, heilsuþjálfun er fyrir alla!