Bowen
meðferð

Bowen meðferð er græðandi meðferð sem felst í röð hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra vefi og losar spennu sem hefur byggst upp, líkamlega og/eða andlega. Í Bowen meðferð er beitt mildum þrýstingi til þess að koma hreyfingu á vöðva og vefi. Við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er og koma á eðlislegu jafnvægi. Þegar unnið er með bandvefinn á þennan hátt losnar um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku. Bandvefurinn heldur öllum líkamanum saman og er gríðarlega sterkt efni sem hefur áhrif á allt í líkamanum, vöðva, bein, sinar, líffæri og taugakerfið. Í bowen meðferð er því unnið með líkamann sem eina heild.

Bowen meðferð er 50 mínútur og fer fram á nuddbekk. Reglulega eru gerð hlé þar sem meðferðaraðili fer fram og er það til að gefa heilanum færi á að vinna úr þeim skilaboðum sem hann fær send. Allar upplýsingar til líkamans þurfa að fara í gegn um miðtaugakerfið og í hléunum fer mesta vinnan fram svo að líkaminn fái tækifæri til að laga það sem er í ólagi og koma á eðlislegu jafnvægi. Hægt er að meðhöndla í gegnum fatnað en þó er ekki æskilegt að vera í gallabuxum. Mælt er með að koma í a.m.k 3 skipti með 5-10 daga hléi. 

 

Bowen meðferð er fyrir fólk á öllum aldri og hefur meðal annars reynst fólki vel með ýmis konar stoðkerfisvandamál eins og bakverki, hnéverki, vöðvabólgu, háls og hnakkastífni, frosna öxl og önnur axlarvandamál, sinaskeiðabólgu, grindar og mjaðmarverki, ökkla vandamál o.fl. Bowen meðferð hefur einnig reynst vel fyrir mígreni, eyrnabólgu, kjálka vandamál, astma og öndunarfæravandamál, tennis- og golfolnboga, ristilvandamál og annars konar magavandamál, ógleði,  höfuðverk, setttaugabólgur, grindargliðnun og ófrjósemi. Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi og besta leiðin til að komast að því hvort Bowen meðferð er fyrir þig er að prófa að koma í tíma. 

Bowen hefur reynst mjög vel fyrir ungabörn með kveisu og eru ungabörn alltaf velkomin í meðferð.