
Njóttu djúprar slökunar og orkujafnvægis.
Bókaðu tíma í Bowen, Prana eða tónheilun hjá Margréti Örnu.
Einstaklingsmiðaðar meðferðir fyrir líkama og sál
Ég býð upp á meðferðir sem einblína á að styðja líkamann í því að laga sig sjálfur. Með því að virkja náttúrulega heilunargetu líkamans stuðlum við að aukinni vellíðan, betri líkamlegri hreyfigetu og minni verkjum.
Markmið mitt er einfalt:
Að bæta lífsgæði þín og stuðla að meiri hamingju og heilsu – bæði andlega og líkamlega.
Ég vinn með mismunandi meðferðarform, þar á meðal:
-
Bowen bandvefslosun
-
Prana heilun
-
Pranabowen
-
Bowen tónheilun
Hver meðferðartími er sérsniðinn að þínum þörfum. Í sameiningu finnum við út hvað hentar þér best og stundum blanda ég aðferðum saman til að ná sem árangursríkustu niðurstöðum.
Komdu og uppgötvaðu leiðina til betra jafnvægis og vellíðunar.
Ég er íþróttafræðingur, jógakennari, heilari og meðferðaraðili með áratuga reynslu af þjálfun, kennslu og meðferðum. Frá árinu 1996 hef ég unnið við að styðja fólk á vegferð sinni til aukinnar vellíðunar, jafnvægis og heilbrigðis.
Menntun mína hef ég sótt víða, bæði hérlendis og erlendis, og byggi á fjölbreyttri þekkingu og reynslu til að mæta þörfum hvers og eins.
Ég trúi á að lífið sé ferðalag þar sem við getum vaxið og blómstrað, og ég er hér til að styðja þig á þinni leið.

Af hverju?
Markmið okkar eru margvísleg, en að lokum leitumst flest eftir þessu: Að líða vel í líkama okkar og vera sátt í eigin skinni.
Ef eitthvað af því sem þú sérð hér hljómar vel eða tengir við þínar þarfir, þá gæti þetta verið rétta lausnin fyrir þig
Heilbrigði
Hreyfigeta
Verkjalosun
Hamingja
Lífsgæði
Kittý Árna
Hún hefur svo góða nærveru og mér líður stórkostlega í og eftir hvern tíma. Dóttir mín segir að ég komi óþolandi jákvæð úr hverjum tíma hjá henni. Erfitt að finna nógu gott lýsingarorð yfir það hvað ég mæli 100% með heni en hún hefur svo sannarlega hjálpað mér að byggja upp líkama og sál.
Ólafur J. Stefánsson
Ég mæli allan daginn með Örnu, hvort sem það er Prana Bowen eða Prana heilun, ég upplifi jákvæðar breytingar í hvert sinn sem ég mæti í tíma, svo er Arna líka með svo góða nærveru og gefur svo mikið af sér.
Sæbjörg
Ég var mjög orkumikil og kláraði öll þau verkefni sem mig hafði langað til að klára þann dag án bess að vera „búin á bví" og án bess að burfa að
hvilast á milli verkefna. Ég náði betri svefni en venjulega og hélt áfram
þessari orku vikuna eftir.